top of page

Bátarnir sem tengjast gosnóttinni 

Er að fikta mig áfram með birtingar form á bátunum , þessi síða er í vinnslu 


þeir bátar sem eru hérna eru þeir bátar sem ég tengi beint við gosnóttina 
 talað hefur verið um að 30 bátar hafi farið frá Grindavík um nóttina og einn af þeim hafi fengið á sig brotsjó og orðið fyrir skemmdum , ekki hef ég heyrt meira af því 
Grindavíkar snéru fljótlega við þar sem flug var hafið til eyja og ekki þörf á þeim , þó er einn bátur hérna inni en það er Grindvíkingur sem dró Hrönnina síðasta spölinn í land  
Það hefur verið erfitt að fá myndir af öllum bátunum enn eru nokkrir sem vantar myndir af og aðrir sem vantar betri myndir eða myndir með leyfi frá ljásmyndara/eiganda
ég ákvað að setja inn upplýsingar með bátunum sem birtast þegar farið er yfir myndina með músinni og svo undir mynd ef klikkað er á hana 
 fjölda farþega í bát set ég ekki inn strax þar sem ég er enn að fá skráningar.

Upplýsingarnar um bátana hef ég fengið úr Skipaskrá , bókinni Íslensk skip og á netinu . Helstu síður á netinu sem ég hef fundið upplýsingar á eru síðan hans Tryggva Sigurðssonar Bátar og skip , skipamyndir Hafþórs Hreiðarssonar og að lokum á síðunni hans Emils Páls 
Mér hefur ekki tekist að finna hvar allir bátar eru eða hvenær fóru af skipaskrá
Aðeins fjórir bátar virðast enn vera hér á landi tveir af þeim voru í útgerð 2017 ,Frár nú Drífa og Friðrik Sigurðsson  , 

og aðrir tveir voru safn eða á safni Fífill einhverskonar hvalasafn og Gullborg á þurru fyrir utan Sjóminjasafnið 
 

bottom of page