Sjómannadagsblað Vestmannaeyja 2023
Að vanda er sjómannadagsblað Vestmannaeyja vandað og stút fullt að áhugaverðu efni
í ár er stór hluti blaðsins um flóttann frá Heimaey fyrir 50 árum og hlutverk sjómanna í því.
Flóttinn frá Heimaey segir af því hvernig íslenskir útgerðar- og sjómenn grípu inn í veturinn 1973 þegar þurfti að tæma Heimaey er eldgos hófst austast á eyjunni .
Flóttinn var kannsi fyrsta skrefið að því almannavarnakerfi sem Íslendingar búa við í dag.
í blaðinu er minnst fallinna sjómanna , fjallað um Sjómenn sem voru heiðraðir á síðasta Sjómannadegi
Rætt er við núverandi og fyrrverandi sjómenn má nefna : Stefán Guðmundsson,Pálma Lorensson, Erlu Ásmundsdóttir, Eyjólf Guðjónsson, Birgir Þór Sverrisson, Helga Ágústsson, Hjört Hermannsson og Ingiberg Óskarsson svo einhverjir séu nefndir Nokkuð merkilegt að nú þegar 50 ár eru frá gosinu þá er 73. árgangur af sjómannablaðinu að koma út,
það gaus jú 1973
í blaðinu er opna þar sem gefnar eru upplýsingum um þann fjölda farþega sem var í hverjum bát , til glöggvunar setti ég hér á á síðuna sömu töflu og svo aðra töflu þar sem áhafnarmeðlimir eru komnir í samtölu þeirra sem voru í hverjum bát . Til að fara í töfluna klikkiði á myndina af forsíðu Sjómannadagsblaðsins
Kveðja fyrrverandi sjómaður
Ingibergur Óskarsson
Comments